Lundey (Bristolflóa)

Lundey (enska: Lundy) er stærsta eyjan í Bristolflóa við Bretland. Lundey er í mynni flóans, 12 enskar mílur norðvestur af Hartland Point. Telst hún til Devonskíris. Lundey er nefnd Lundy á ensku, en nafníð er norrænt og þýðir mjög líklega Lundey í höfuðið á lundanum. Lundey er lítil eyja, ekki nema um 5 km á lengd og breiddin víðast tæpur kílómeteri, nema syðst þar sem hún er um 1,5 km á breidd.

Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.