Lostæti er matvæli sem er talið sérstaklega æskilegt í ákveðinni menningu, annað hvort vegna óvenjulegs bragðs eða annarra eiginleika, eða vegna þess að það er sjaldgæft. Lostæti eru mismunandi eftir tímabilum og menningum. Til dæmis voru flæmingjatungur hafðar í hávegum í Rómaveldi en í dag eru þær hvergi borðaðar. Humar var talinn fátæktarmatur í Bandaríkjunum til um miðja 19. öld en þá varð hann lostæti eins og í Evrópu.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.