Listi yfir hæstu kirkjur heims

Listi yfir hæstu kirkjur heims tekur yfir allar kristnar kirkjur í heimi sem eru hærri en 100 metra háar. Listinn tekur ekki tillit til trúarlerga bygginga annarra trúarbragða, s.s. pagóður, moskur, mínarettur, hof og bænahús. Listinn er að öðru leyti ekki fullkomlega nákvæmur, þar sem ekki er vitað í öllum tilfellum hvort kross, veðurhanar, loftnet og álíka eru mæld með í hæð eftirfarandi kirkna. Í sumum tilfellum hefur mæling með nútíma tækni ekki farið fram, þannig að stuðst er við gamlar mælingar.

Listi hæstu kirkna breyta

Hæð í m Kirkja Borg/ríki Vígsla Ath.
161,53 Dómkirkjan í Ulm Þýskalandi 1890
158,1 Frúarkirkja friðarins Yamoussoukro, Fílabeinsströndinni 1988
157,38 Dómkirkjan í Köln Þýskalandi 1880 Hæsta bygging heims til 1884, á heimsminjaskrá UNESCO
151 Dómkirkjan í Rouen Frakklandi 1877 Hæsta málmþak heims, 1877-80 hæsta bygging heims
147,88 Nikulásarkirkjan í Hamborg Þýskalandi 1874 1874-76 hæsta bygging heims, kirkjan eyðilagðist 1945 og stendur aðeins turninn eftir
142 Dómkirkjan í Strassborg Frakklandi 1439 1647-1874 hæsta bygging heims
141,5 Frúarkirkjan í Lichen Póllandi 2004
136,44 Stefánskirkjan í Vín Austurríki 1433
134,8 Dómkirkjan í Linz Austurríki 1924 Stærsta kirkja Austurríkis að umfangi
133 Péturskirkjan í Róm Vatíkaninu 1626 Stærsta kirkja heims að umfangi
132,2 Péturskirkjan í Hamborg Þýskalandi 1878
132,14 Mikjálskirkjan í Hamborg Þýskalandi 1786
130,6 Marteinskirkjan í Landshut Þýskalandi 1500 Hæsta tígulsteinskirkja heims
126 Kirkja heilags Gaudenzio Novara, Ítalíu 1887 Að meðtalinni 5m hárri styttu á turninum
125,42 Jakobskirkjan í Hamborg Þýskalandi 1962
124,95 Maríukirkjan í Lübeck Þýskalandi 1350 Hæsta tvíturna kirkja heims til 1880
124 Dómkirkjan í Maringa Brasilíu 1972 Hæsta kirkja Vesturheims
123,7 Ólafskirkjan í Tallinn Eistlandi 1842 1549-1625 hæsta kirkja heims
123,25 Péturskirkjan í Ríga Lettlandi 1491
123,14 Dómkirkjan í Salisbury Englandi 1330 Hæsta kirkja Bretlands
123 Frúarkirkjan í Antwerpen Belgíu 1521 Hæsta kirkja Niðurlanda
122,5 Kirkja Péturs og Páls Sankti Pétursborg, Rússlandi 1713 Hæsta kirkja Rússlands
122,3 Frúarkirkjan í Brugge Belgíu 1465
119,5 Riverside Church New York, BNA 1930
118,7 Dómkirkjan í Uppsölum Svíþjóð 1892 Hæsta kirkja Norðurlanda
117,5 Dómkirkjan í Schwerin Þýskalandi 1892
117 Péturskirkjan í Rostock Þýskalandi 1577
116,7 Katrínarkirkjan í Hamborg Þýskalandi 1657
116,04 Frúarkirkjan í Freiburg Þýskalandi 1330
115 Frúarkirkjan í Chartres Frakklandi 1513 Á heimsminjaskrá UNESCO
115 Sagrada Familia Barselóna, Spáni Ókláruð Á eftir að verða hærri
115 Kirkja hins þjóðlega eiðs Quito, Ekvador 1988
144,67 Dómkirkjan í Lübeck Þýskalandi 1230
144,6 Mikjálskirkjan í Bordeaux Frakklandi 1869 Turninn ekki samfastur kirkjunni
114,5 Andrésarkirkjan í Hildesheim Þýskalandi 1887
114,5 Dómkirkjan í Flórens Ítalíu 1436
114 Dómkirkjan í Orleans Frakklandi 1829
113,2 Kirkja Péturs og Páls í Mortegliano Ítalíu 1959
112,7 Dómkirkjan í Amiens Frakklandi 1549 Á heimsminjaskrá UNESCO
112,32 Dómkirkjan í Utrecht Hollandi 1382
112,27 Dómkirkjan í Cremona Ítalíu 1160
112,04 Jakobskirkjan í Lübeck Þýskalandi 1658
111,7 Dómkirkjan í La Plata Argentínu 1999
111,3 Pálskirkjan í London Englandi 1711 365 fet, eitt fet fyrir hvern dag á ári
111,21 Dómkirkjan í Slésvík Þýskalandi 1894
110,18 Jakobskirkjan í Stettin Póllandi 2008 Var eitt sinn 119 m
110 Dómkirkjan í Salamanca Spáni 1733
109,6 Kirkja hjarta Jesú í Graz Austurríki 1887
108,75 Nieuwe Kerk í Delft Hollandi 1496
108,71 Jóhannesarkirkjan í Lüneburg Þýskalandi 1408 Var eitt sinn 110 m
108,5 Dómkirkjan í Mílanó Ítalíu 1813
108,22 Péturskirkjan í Lübeck Þýskalandi 1290
107,5 Frúarkirkjan í Zamora Mexíkó 2008
107 Jósefskirkjan í Le Havre Frakklandi 1957
107 Dómkirkjan í Linköping Svíþjóð 1886
106,5 Dómkirkjan í Lújan Argentínu 1937
106,3 Kirkja Jasna Góra Częstochowa, Póllandi 1906
106 Dómkirkja upprisunnar Shuya, Rússlandi 1832
106 Péturskirkjan í Alessandríu Ítalíu 1810
106 Frúarkirkjan í Manizales Kólumbíu 1939
105 Dómkirkjan í Zagreb Króatíu 20. öld
105 Patrekskirkjan í Melbourne Ástralíu 1937
105 Péturskirkjan í Dortmund Þýskalandi 1981
105 Péturskirkjan í Malmö Svíþjóð 14. öld
105 Klörukirkjan í Stokkhólmi Svíþjóð 16. öld
105 Frúarkirkjan í Aparecida Brasilíu 1984
104,8 Nikulásarkirkjan í Tallinn Eistlandi 1696
104,7 Katrínarkirkjan í Hoogstraten Belgíu 1550
104,65 Reinoldikirkjan í Dortmund Þýskalandi 1520 Var eitt sinn 119 m
104,6 Dómkirkjan í Regensburg Þýskalandi 1856
104,47 Maríukirkjan í Stralsund Þýskalandi 1478 Var 151,5 m 1625-47 og þá hæsta bygging heims
104,28 Dómkirkjan í Magdeburg Þýskalandi 1520
103,26 Katrínarkirkjan í Osnabrück Þýskalandi 14. öld
103 Bartólómeusarkirkjan í Pilsen Tékkland 16. öld
103 Dómkirkjan í Moskvu Rússlandi 2000 Reist á 19. öld, eydd 1931, endurbyggð 2000
103 Dómkirkjan í Świdnica Póllandi 1565
102,6 Maríukirkjan í Chojna Póllandi 1854
102,6 Nikulásarkirkjan í Stralsund Þýskalandi um 1350
102,52 Antoníusarkirkjan í Rheine Þýskalandi 1905
102 Dómkirkjan í Ieper Belgíu 1930 Reist 1740, eydd í fyrra stríði, endurbyggð 1930
101,9 Dómkirkjan í Lendinara Ítalíu 1780
101,5 Dómkirkjan í Sankti Pétursborg Rússlandi 1842
101 Dómkirkjan í Liverpool Englandi 1942
101 Maríukirkjan í Bielawa Póllandi 1876
101 Frúarkirkjan í Boulogne-sur-Mer Frakklandi 1866
101 Dómkirkjan í Łódź Póllandi 1912
101 Giralda (Sevilla) Spáni 1519 Var upphaflega mínaretta
100,65 Dómkirkjan í Olomouc Tékklandi 14. öld
100,6 Münster (Bern) Sviss 1893 Hæsta kirkja Sviss
100,5 Patreksdómkirkjan í New York BNA 1901
100,3 Basilica of the National Shrine of the Immaculate Conception Washington, BNA 1961
100,06 Markúsarturninn í Feneyjum Ítalíu 1912
100 Dómkirkjan í Esztergom Ungverjalandi 1822
100 Vinsentkirkjan í Eeklo Belgíu 1883

Tengt efni breyta