Listi yfir CSI:NY (6. þáttaröð)

Sjötta þáttaröðin af CSI: NY var frumsýnd 23.september 2009 og sýndir voru 23 þættir.

Aðalleikarar breyta


Þættir breyta

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Epilogue(Part 2) Pam Veasey David Von Ancken 23.09.2009 1 - 118
CSI liðið reynir að jafna sig eftir skotárásina í enda fimmtu þáttaraðar.
Blacklist Peter M. Lenkov Duane Clark 30.09.2009 2 - 119
Morðingi sem er bitur út í heilbrigðisstéttina drepur þekkta einstaklinga úr stéttinni. Málið verður persónulegt fyrir Mac þegar morðinginn hringir í hann og ögrar honum með því að tala um föður Mac sem dó fyrir 20 árum.
LAT 40° 47´N/Long 73° 58´ W Trey Callaway Matt Earl Beesley 07.10.2009 3 - 120
Nætur húsvörður finnst hangandi látinn á Ellis eyju og virðist þetta vera sjálfsmorð í fyrstu sem breytist síðan í morðmál. Morðingjinn skilur eftir gamlan áttavita sem vísbendingu. Annar áttaviti er sendur Mac sem leiðir CSI liðið að öðru fórnarlambi.
Dead Reckoning John Dove Scott White 14.10.2009 4 - 121
Kona játar að hafa stungið eiginmann sinn sautján sinnum, en DNA sýni sína að hún er ekki morðinginn og að önnur kona gæti verið á bak við morðið. Rannsóknin leiðir CSI liðið að dularfullri konu sem tengist röð annara glæpa. Á meðan þá frýs Don í miðri handtöku þegar byssu er beint að honum og spurt er út í framkomu hans.
Battle Scars Bill Haynes Jeff Thomas 21.10.2009 5 - 122
Ungur og rísandi götudansari finnst myrtur á hótelherbergi sínum stuttu eftir að hafa unnið danskeppni, ásamt því kærasta hans finnst illa barin.
It Happened to Me Wendy Battles og Pam Veasey Alex Zakrzewski 04.11.2009 6 - 123
Framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækis blæðir út á miðri götu. Hawkes telur sig vera ábyrgan því hann hafði sinnt fórnarlambinu fyrr um daginn í almenningsgarði sem sjálboðaliði læknavaktar en hann hafði ekki tekið einkennunum alvarlega.
Hammer Down Peter M. Lenkov og Pam Veasey Scott Lautanen 11.11.2009 7 - 124
Raymond Langston (Laurence Fishburn) kemur til NY vegna rannsóknar sinnar á mansalshring sem sérhæfir sig í svörtum markaði á líffærum. Aðstoðar hann Mac við að bjarga fórnarlambi sem hafði verið tekin af hópnum. Annar hluti trílogíunnar sem byrjaði í Miami.
Cuckoo´s Nest (Part 1) Zachary Reiter og Aaron Rahsaan Thomas Jeffrey Hunt 18.11.2009 8 - 125
Áttavitsmorðinginn drepur þriðja fórnarlambið þegar lík fellur fram af brú. Áttaviti sem snýr í austur finnst nálægt líkinu. Terrance Davis bjargar lífi Flacks í neðanjarðarlest þegar hann er barinn illa.
Mannhattanhenge(Part 2) Trey Callaway Matt Earl Beesley 25.11.2009 9 - 126
Mac og CSI liðið finna heimili hins svokallaða áttavitsmorðingja og reyna að bjarga fjórða fórnarlambinu frá honum.
Death House JP Donahue og Kevin Polay Norberto Barba 09.12.2009 10 - 127
Eftir útkall frá neyðarlínunni, þá uppgvötar CSI liðið 100 ára gamalt lík. Eftir að Stella rétt sleppur við sama dauða og líkið, þá verður CSI liðið að finna út ráðgáturnar í húsinu til þess að finna þann sem hringdi í neyðarlínuna, og síðan kærustu hans líka.
Second Chances John Dove Eric Laneuville 16.12.2009 11 - 128
CSI liðið rannsakar dauða manns sem hafði verið án eiturlyfja í tvö ár og hafði 2 milljónir dollara í líftryggingu. Hins vegar þá á CSI liðið erfitt með að finna út hvernig annað fórnarlamb dó vegna auðkennisþjófnaðar og verða þau að komast að því hvort málin eru tengd.
Criminal Justice Bill Haynes Christine Moore 13.01.2010 12 - 129
Við rannsókn á hnífstungumáli þá tekur málið á sig nýja mynd þegar CSI liðið finnur sönnunargagn sem var komið fyrir á glæpavettvangi eftir að byrjað var að rannsaka málið.
'Flag on the Play Wendy Battles Jeffrey Hunt 20.01.2010 13 – 130
Leikstjórnandi kvenna ruðningsliðs finnst myrt í búningsklefanum með leifar af líkókaín í líkamanum.
Sanguine Love Carmine Giovinazzo Norberto Barba 03.02.2010 14 - 131
CSI liðið rannsakar hina dökku hlið vampíru kúltúrsins eftir að lík konu finnst í Central Park þar sem blóð hennar hefur verið tæmt úr líkama hennar.
The Formula Aaron Rahsaan Thomas Matt Earl Beesley 10.02.2010 15 - 132
Kappaksturökumaður slasast alvarlega eftir að bíll hans springur í miðri keppni og deyr síðan seinna á sjúkrahúsi. Við rannsókn málsins þá finnur liðið sönnunargögn að átt hafi verið við bílinn áður en keppni hófst.
Uncertainty Rules Jeff Thomas Zachary Zeiter 03.03.2010 16 - 133
Ungur maður sem er að halda upp á 21 árs afmæli sitt finnst gangandi um göturnar alblóðugur með exi í hendi. CSI liðið finnur síðan fjögur lík á hótelherbergi, en hver er morðinginn?
Pot Of Gold Trey Callaway Eriq La Salle 10.03.2010 17 - 134
Tveir ungir blaðamenn finnast myrtir við rannsókn sína á gullsvindli.
Rest in Peace, Marina Garito Pam Veasey Allison Liddi-Brown 07.04.2010 18 - 135
Stella trúir ekki sönnungargögn og krufningu í máli konu sem tengist gömlu morðmáli hafi framið sjálfsmorð, stofnar hún sínu eigin lífi í hættu við rannsókn málsins.
Redemptio Peter M. lenkov og Bill Haynes Steven DePaul 14.04.2010 19 - 136
Hawkes ferðast til fangelsis til þess að verða vitni að aftöku manns sem myrti systur hans. Rétt áður en aftaka á sér stað þá deyr vörður úr eitrun. Tengist það Shane Casey sem notar morðið sem truflun til þess að brjósast út úr fanelsinu. Á sama tíma þá brjótast út óeirðir á meðal fanganna.
Tales from the Undercard Aaron Rahsaan Thomas og Steven Eidler Skipp Sudduth 05.05.2010 20 - 137
Maður finnst grafinn í steypu á byggingarsvæði. Rannsóknin leiðir liðið að Rómverskum bardögum og undirheimabardögum sem eru sýndir á netinu.
Unusual Suspects John Dove og Wendy Battles Marshall Asams 12.05.2010 21 - 138
Mac rannsakar skotárás á 14 ára dreng, á meðan hann og 12 ára bróðir hans eru að labba heim frá skólanum.
Point of View Pam Veasey Alex Zakrzewski 19.05.2010 22 - 139
Eftir að hafa særst við störf þá situr Mac heima hjá sér og fylgist með lífinu út um gluggann. Verður hann vitni að undarlegri hegðun háskólaprófessors sem á endanum leiðir til morðs. Málið verður persónulegra þegar Mac sér að Payton Driscoll er í íbúð prófessorsins.
Vacation Getaway(Part 1) Trey Callaway og Zachary Reiter Duane Clark 26.05.2010 23 - 140
Shane Casey finnst og er handtekinn en nær síðan að flýja aftur. Á meðan liðið er að elta hann uppi þá fara Danny og Lindsay í frí til Long Island. Eftir að Mac kemst að því að Casey drap fyrrverandi klefafélaga sinn þá telur hann að Danny og Lindsay séu í hættu.


Heimild breyta