Listi yfir CSI:Miami (7. þáttaröð)

Sjöunda þáttaröðin af CSI: Miami var frumsýnd 22. september 2008 og sýndir voru 25 þættir.

Aðalleikarar breyta

Þættir breyta

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Resurrection(2) Barry O´Brien Joe Chappelle 22.09.2008 1 - 143
CSI liðið reynir að finna út hver skaut Horatio á flugvellinum. Nokkrir grunaðir koma tilgreina þ.á m. einn af CSI liðinu. Rannsóknin leiðir liðið að sérstökum byssukúlum sem geta farið í gegnum brynvarða bíla.
Won´t Get Fueled Again Corey Evett og Matt Partney Matt Earl Beesley 29.09.2008 2 - 144
Maður alelda labbar í gegnum strandpartý og deyr á ströndinni. Rannsóknin leiðir í ljós að fórnarlambið var að stela bensíni úr bílum gestanna en rekast á miklu stærra mál. Nýr réttarlæknir mætir á svæðið.
And How Does That Make You Kill Tamara Jaron Sam Hill 06.10.2008 3 - 145
Dauði dóttir geðlæknis verður flóknara þegar Eric lætur vita að hann er einn af sjúklingum hennar. Valera snýr aftur til starfa og rannsóknarstofan fær nýjan snefilsérfræðing, Luke Reynolds.
Raging Cannibal Brian Davidson Gina Lamar 13.10.2008 4 - 146
Tveir menn finnast látnir í Everglades mýrunum. Við fyrstu sýn virðist sem annar þeirra hafi verið étinn af manni og tengsl finnast við líkamsræktarstöð sem rekin er af skuggalegum rússa.
Bombshell Marc Dube Eric Mirich 20.10.2008 5 - 147
Horatio aðstoðar Juliu þegar hún er tekin fyrir að skrifa ónýta tékka og þegar Kyle lendir í bardaga við nágranna. Þegar nágranninn deyr síðan, þarf Horatio hugsanlega að setja Kyle í fangelsi. Á sama tíma verður sprenging í fínni fataverslun, er það tilviljunarkennt eða var fórnarlambið skotmarkið.
Wrecking Crew Corey Miller Joe Chappelle 03.11.2008 6 - 148
Í miðju glæpagengisdómsmáli er vitnið myrt fyrir framan tvo af CSI-liðinum. Þarf CSI liðið að finna ný sönnunargögn gegn foringja glæpagengisins.
Cheating Death Krystal Houghton Sam Hill 10.11.2008 7 - 149
Horatio og liðið rannsakar morð á svindlara sem plataði giftar konur í kynferðislegum tilgangi með því takmarki að ná peningum af þeim. Þorðu þær ekki að fara til lögreglunnar vegna eiginmanna þeirra og framhjálds þeirra.
Gone Baby Gone Dominic Abeyta Carey Meyer 17.11.2008 8 - 150
10 mánaða gamalli stúlku er rænt af móður sinni um miðjan dag.
Power Trip Corey Evett og Matt Partney Joe Chappelle 24.11.2008 9 - 151
Lík sem hefur sams konar stungusár og í öðru morðmáli veldur því að rannsóknarlögreglumaður hefur samband við CSI-liðið um aðstoð við málið.
The DeLuca Motel Sunil Nayar Gina Lamar 08.12.2008 10 - 152
Þegar skotmaður ræðst á mótelið þar sem Delko býr verður Horatio að skoða fortíð Delkos í leit sinni að morðingjanum.
Tipping Point Brian Davidson Marco Black 15.12.2008 11 - 153
CSI-liðið rannsakar morð á presti, sem var vinsæll meðal unglinga í hverfinu.
Head Case Tamara Jaron Sam Hill 12.01.2009 12 - 154
CSI liðið notar öðruvísi tækni við að finna út leyndarmál manns sem er útataður í blóði og minnislaus.
And They´re Offed Barry O´Brien Matt Earl Beesley 19.01.2009 13 - 155
Morð er framið í miðju hestahlaupi og Horatio kemst að því að Ryan er tengdur málinu.
Smoke Gets in Your CSI´s Joe Chappelle Krystal Houghton 02.02.2009 14 - 156
Morðingi setur Calleigh og Ryan í hættu.
Presumed Guilty Corey Miller Larry Detwiler 09.02.2009 15 - 157
Horatio og liðið rekast á við lögfræðing sem reynir að hylma yfir morði.
Sink or Swim Marc Dube Sam Hill 02.03.2009 16 - 158
Í miðri morðrannsókn á kærustu Derek Powell er Eric settur í fangelsi fyrir falsað fæðingarskírteini sitt og tengslin við föður sinn.
Divorce Party Corey Evett og Matt Partney Karen Gaviola 09.03.2009 17 - 159
CSI liðið þarf að rannsaka morð á manni sem lifði tvöföldu lífi. Horatio reynir að bjarga Kyle frá Juliu.
Flight Risk Sunil Nayar Joe Chappelle 16.03.2009 18 - 160
Þegar flugfreyja finnst stungin til bana í flugvél, kemst CSI liðið að dýpstu leyndarmálum flugferða.
Target Specific (1) Tamara Jaron Sam Hill 23.03.2009 19 - 161
CSI-liðið kemst að því við rannsókn á innbroti að það er skotmark rússnesku mafíunnar.
Wolfe In Sheep´s Clothing (2) Krystal Houghton Carey Meyer 30.03.2009 20 - 162
Þegar Ryan er rænt er honum skipað að hreinsa upp glæpavettvang og klína morði á saklausan mann.
Chip/Tuck Brian Davidson Allison Liddi-Brown 13.04.2009 21 - 163
Ron Saris snýr aftur og hefnir sín á Juliu, eftir að Horatio uppgötvar hann við tengsl á morði tengt lýtalækningum.
Dead on Arrival Corey Miller Gina Lamar 27.04.2009 22 - 164
Þegar raunveruleikastjarna finnst myrt, leiðir það CSI liði inn í heim raunveruleikasjónvarps og leyndarmála þess.
Collateral Damage Marc Dube Sam Hill 04.05.2009 23 - 165
Horatio og liðið verða að finna út af hverju venjuleg fjölskylda verður fyrir handsprengjuárás.
Dissolved Corey Evett og Matt Partney Matt Earl Beesley 11.05.2009 24 - 164
CSI liðið rannsakar morð á manni sem var soðinn lifandi, Julia missir sig og leyndarmál eins af liðinu kemur fram í dagsljósið.
Seeing Red(1) Barry O´Brien Joe Chappelle 18.05.2009 25 - 167
Rússneskur mafíuforingi flýr fangelsi eftir að eitrað hafði verið fyrir honum. Á sama tíma þá kemst upp um gervi Yelinu og Horatio berst til þess að bjarga henni; og Delko íhugar hvort hann eigi að aðstoða föður sinn, þrátt fyrir að Calleigh biður hann um að gera það ekki.

Tilvísanir breyta

Heimildir breyta

Tenglar breyta