Liseberg er skemmtigarður (tívolí) í Gautaborg sem er borg á vesturströnd Svíþjóðar. Liseberg er stærsti skemmtigarður á Norðurlöndunum og opnaði þann 8. maí 1923. Liseberg fékk nafn sitt frá hæðinni sem hann stendur á, en eigandi hennar nefndi hana eftur Lísu, eiginkonu sinni.

Liseberg
Aðalinngangur Liseberg
Staðsetning Gautaborg, Svíþjóð
Heimasíða [1]
Opnaði 23 maí 1923
Tæki 37 samtals

Balder breyta

 
Balder

Balder er stærsti rússíbani á trégrind á Norðurlöndum og er það tæki garðsins sem dregið hefur að sér flesta gesti. Balder var tekinn í notkun árið 2003.

Atmosfear breyta

 
Atmosfear

Atmosfear er stærsti fallturn í Evrópu og var tekinn í notkun þann 24. apríl 2011. Hann er 110 m hár. Fyrr var turninn notaður sem útsýnisturn en þar sem hann laðaði ekki nógu marga gesti að sér var turninum breytt í fallturn.

Tengt efni breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.