Letidýr er aðeins að finna í Suður- og Mið-Ameríku. Letidýr eru spendýr og tilheyra tveimur ættum spendýra. Skiptast dýrin í Dradypodidae ef þau eru þrítæð og Megalonychidae ef þau eru tvítæð. Áður voru letidýr aðeins sett í fyrrnefndu ættina en nú er tegundum þeirra skipt í tvær ættir eftir táafjölda.

Letidýr
Brown-throated three-toed sloth (Bradypus variegatus) Gatun Lake, Republic of Panama.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið
Fylking: Seildýr
Flokkur: Spendýr
Undirflokkur: Theria
Innflokkur: Eutheria
Yfirættbálkur: Xenarthra
Ættbálkur: Pilosa
Undirættbálkur: Folivora
Delsuc, Catzeflis, Stanhope, and Douzery, 2001
Families

Bradypodidae
Megalonychidae
Megatheriidae
Mylodontidae
Nothrotheriidae
Orophodontidae
Scelidotheriidae

Stærð breyta

Núlifandi letidýr eru frekar smávaxin en tvítæðu letidýrin eru stærri og geta fullorðin dýr orðið allt að 8 kg á þyngd. Þrítæðu letidýrin eru oft um 4-5 kg á þyngd. Ein útdauð tegund af letidýri, sem talið er að hafi dáið út þegar seinasta ísaldarskeiði lauk fyrir um tíu þúsund árum, var risavaxin en hún nefnist Megatherium americanum og var á stærð við fíl.[1]

Tilvísanir breyta

  1. Jón Már Halldórsson (2003).

Heimildir breyta

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.