Les Dalton à la noce

Les Dalton à la noce (Íslenska: Boðflennur í brúðkaupi) eftir belgíska teiknarann Morris (Maurice de Bevere) og höfundana Jean Léturgie og Xavier Fauche er 62. bókin í bókaflokknum um Lukku-Láka. Bókin kom út árið 1993 og hefur ekki verið gefin út á íslensku.

Kápa frönsku útgáfu bókarinnar.

Söguþráður breyta

Skerfarinn í Hadley-borg, Samúel Parker, er á leiðinni í hnapphelduna og hefur lofað brúði sinni að setjast í helgan stein að brúðkaupinu loknu. Gamall vinur skerfarans, Lukku-Láki, er meðal brúðkaupsgesta. En þegar hinir illræmdu Daldónar, sem sitja bak við lás og slá þökk sé skerfaranum, komast að því að hann sé að efna til brúðkaups ákveða þeir að flýja úr prísundinni og hefna sín með því að koma brúðgumanum fyrir kattarnef. Þegar fréttir af flótta Daldónana berast til Hadley-borgar verður uppi fótur og fit. Samúel skerfari hyggst verjast Daldónunum einn síns liðs og tekur ekki í mál að þiggja neina aðstoð frá Lukku-Láka.

Fróðleiksmolar breyta

  • Sagan er lauslega byggð á vestrakvikmyndinni High Noon frá árinu 1952 með Gary Cooper í aðalhlutverki.
  • Bókin seldist í yfir 400 þúsundum eintaka á útgáfuárinu í Frakklandi.