Le Petit Vingtième

Le Petit Vingtième var vikulegt fylgirit belgíska dagblaðsins Le Vingtième Siècle á árunum 1928 – 1940. Teiknimyndasögur Hergés um Tinna og Palla og Togga birtust fyrst í þessu riti. Það hætti útgáfu við innrás Þjóðverja í Belgíu. Blaðið var prentað í svart-hvítu.

Í tengslum við dagblaðið var stofnuð bókaútgáfa, Les éditions du Petit Vingtième, sem gaf út fyrstu þrjár Tinnabækurnar og tvær bækur um Palla og Togga en hætti síðan starfsemi og seldi útgáfuréttinn til Casterman árið 1934.

Tinnaútgáfur breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.