Lawrence George Durrell (27. febrúar 19127. nóvember 1990) var utandveljandi breskur skáldsagnahöfundur, ljóðskáld, leikritasmiður og ferðasöguhöfundur. Hann er þekktastur fyrir fjórleikinn Alexandríukvartettinn (The Alexandria Quartet), sem eru fjórar skáldsögur er lýsa lífinu í Alexandríu á árunum fyrir heimsstyrjöldina síðari. Lawrence hefur verið lýst sem barni breska heimsveldisins enda mótaðist hann næstum því alfarið utan Bretlandseyja, enda bjó hann þar aldrei og sumir halda því fram að hann hafi aldrei verið með breskan ríkisborgararétt. Lawrence var bróðir Gerald Durrell.

Lawrence Durrell

Durrell fæddist á Indlandi og var faðir hans járnbrautaverkfræðingur. Hann og kona hans voru bæði bresk, en þegar Lawrence fæddist hafði hvorugt þeirra nokkru sinni komið til Englands. Lawrence Durrell ólst upp á Indlandi til 12 ára aldurs en fór þá til Englands í skóla. Hann gerðist síðan stjórnarerindreki og fór þá víða. Síðustu 33 ár ævinnar bjó hann í Sommieres í Frakklandi en þar bjó hann með Francoise Kesisman veitingakonu. Áður hafði hann gengið í gegnum fjögur hjónabönd.

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.