Lagafrumvarp er drög að nýjum lögum eða lagabreytingu sem lagt er fyrir löggjafann (venjulega þing) til umræðu og samþykktar. Þegar lagafrumvarp hefur verið samþykkt af löggjafanum þarf venjulega að bera þau undir þjóðhöfðingja til staðfestingar. Oftast er aðeins um að ræða táknræna staðfestingu en þar sem þjóðhöfðinginn er jafnframt höfuð framkvæmdavaldsins getur neitunarvald hans orðið að pólitísku tæki.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.