La Niña, einnig ritað La Nina, (er spænska og þýðir stúlkubarnið) er veður- og haffræðilegt fyrirbæri, sem á við lægri sjávarhita en 0,5° af meðalhita í austurhluta kyrrahafs í hitabeltinu.

Eðlilegt ástand. Austlægir vindar blása hlýjum sjó til vesturs. Kaldari sjór stígur við strendur S-Ameríku. (NOAA / PMEL / TAO)
La niña ástand. Hlýr sjór liggur vestar en að meðaltali.

Myndar ásamt El Niño suðurhafs(hita)sveiflur (enska El Nino Southern Oscillation, skammstafað ENSO ) á suðurhveli jarðar, sem hefur mikil áhrif á veðurfar um allan heim.

  Þessi náttúruvísindagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.