Lögmál Hofstadters

Lögmál Hofstadters segir að:

það tekur alltaf lengri tíma en þú áttir von á, jafnvel þó að þú gerir ráð fyrir lögmáli Hofstadters.

Lögmálið var sett fram af Douglas Hofstadter í bókinni Gödel, Escher, Bach sem var gefin út árið 1979. Oft er vísað í lögmálið í tengslum við verkefnaskipulag, sérstaklega í hugbúnaðarþróun.

Lögmálið inniheldur sjálfstilvísun, en smækkar aldrei niður í fáfengilegt tilfelli. Það er að segja, alveg sama hversu oft reiknað er með lögmálinu mun það samt alltaf taka lengri tíma en von var á. Það er því ekki bara erfitt að áætla þann tíma sem verkefni munu taka, heldur er það óendanlega erfitt.

Tengt efni breyta