Lög og réttlæti

Pólskur stjórnmálaflokkur
(Endurbeint frá Lög og réttur)

Lög og réttlæti (pólska: Prawo i Sprawiedliwość, skammstöfun PiS) er þjóðernissinnaður íhaldssamur stjórnmálaflokkur í Póllandi. Flokkurinn var stofnaður árið 2001 af bræðunum Lech og Jarosław Kaczyński.

Lög og réttlæti
Prawo i Sprawiedliwość
Formaður Jarosław Kaczyński
Stofnár 2001; fyrir 23 árum (2001)
Höfuðstöðvar ul. Nowogrodzka 84/86 02-018, Varsjá, Póllandi
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Íhaldsstefna, pólsk þjóðernishyggja, hægri-lýðhyggja
Einkennislitur Dökkblár  
Sæti á neðri þingdeild
Sæti á efri þingdeild
Vefsíða pis.org.pl

Flokkurinn sigraði í kosningunum árið 2005 og Lech Kaczýnski var kosinn til forsetaembættis.[1] Jarosław var í stöðu forsætisráðherra en boðaði til kosninga árið 2007, þar sem flokkurinn endaði í öðru sæti á eftir Borgaraflokknum (Platforma Obywatelska).[2] Nokkrir framstæðir leiðtogar flokksins, þar á meðal Lech Kaczýnski, létust í flugslysi árið 2010.[3]

Árið 2015 var frambjóðandi flokksins, Andrzej Duda, kjörinn forseti Póllands.[4] Í kjölfarið fékk flokkurinn meirihluta í þingkosningunum. Flokkurinn fór fyrir ríkisstjórn Póllands frá 2015 til 2023, fyrst undir forsæti Beatu Szydło og síðan Mateuszar Morawiecki. Í þingkosningum árið 2023 vann bandalag frjálslyndra stjórnarandstöðuflokka samanlagðan meirihluta á þingi og batt enda á stjórn Laga og réttlætis.[5]

Kjörfylgi breyta

Þingkosningar
Kosningar Neðri þingdeild (Sejm) Efri þingdeild (Senat) Ríkisstjórn
Atkvæði % atkvæða Sæti Þingsæti Þingsæti
2001 1.236.787 9,50 4. 44 0 Stjórnarandstaðan
2005 3.185.714 26,99 1. 155 49 Samsteypustjórn
2007 5.183.477 32,11 2. 166 39 Stjórnarandstaðan
2011 4.295.016 29,89 2. 157 31 Stjórnarandstaðan
2015 5.711.687 37,58 1. 235 61 Meirihluti
2019 8.051.935 43,59 1. 235 48 Meirihluti
2023 7.640.854 35,38 1. 194 34 Stjórnarandstaðan

Tilvísanir breyta

  1. „Íhaldsmaður og tortrygginn í garð ESB“. Morgunblaðið. 25. október 2005. bls. 18.
  2. Kolbeinn Þorsteinsson (23. október 2007). „Taldi sig eiga sigurinn vísan“. Dagblaðið Vísir. bls. 10-11.
  3. Kolbeinn Þorsteinsson (12. apríl 2010). „Þjóðarharmur í Póllandi“. Dagblaðið Vísir. bls. 16-17.
  4. „Andrzej Duda kjörinn nýr forseti Póllands“. Morgunblaðið. 26. maí 2015. bls. 15.
  5. „Frjálslyndir ná meirihluta í Póllandi“. mbl.is. 16. október 2023. Sótt 18. október 2023.
   Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.