Kvikmyndaferðamennska

Kvikmyndaferðamennska er ferðamennska sem gengur út á að heimsækja tökustaði úr frægum kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum. Kvikmyndaferðamennska er ört vaxandi grein ferðaþjónustu.[1] Dæmi um vinsæla áfangastaði ferðamanna eru Matmata í Túnis sem kemur fyrir sem heimili Loga Geimgengils í Stjörnustríði: Nýrri von frá 1977, sviðsmyndin í Hobbiton á Nýja-Sjálandi úr kvikmyndinni Hringadróttinssögu, Alnwick-kastali sem kemur fyrir í kvikmyndunum um Harry Potter, og Dimmuborgir á Íslandi sem birtast í sjónvarpsþáttunum Krúnuleikum.

Jókertröppurnar í the Bronx í New York-borg eru vinsæll áfangastaður ferðafólks út af kvikmyndinni Joker frá 2019.

Tilvísanir breyta

  1. Berning, Leonie (20. maí 2019). „Exploring the Benefits of Film Tourism“. tourismtattler.com. Sótt 10. september 2020.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.