Kristín Jónsdóttir (eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur)

Kristín Jónsdóttir (fædd 1973) er eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur og starfar sem hópstjóri í náttúruváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands. Hún er í vísindaráði Almannavarna og hefur starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands.

Kristín ólst upp í Breiðholti og foreldrar hennar eru Jón Kr. Hansen og Ingibjörg Júlíusdóttir sem bæði eru kennarar. Kristín lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, námi í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands[1] og er með doktorsgráðu í jarðskjálftafræði frá Uppsala-háskóla. Hún hefur rannsakað Bárðarbungu og aðrar megineldstöðvar á Íslandi[2] og hefur starfað á Veðurstofu Íslands frá árinu 2013.[1]

Í janúar árið 2021 hlaut Kristín 110 milljóna króna styrk frá Rannís til að leiða öndvegisverkefni sem mun standa yfir í þrjú ár og rannsaka jarðskjálftaóróa.[1]

Á yngri árum reyndi Kristín fyrir sér í tónlist. Hún var stuttan tíma í Unun og söng ásamt Rúnari Júlíussyni í fyrsta lagi hljómsveitarinnar, Hann mun aldrei gleym‘enni, árið 1994. Einnig var hún í hljómsveitinni Múldýrinu, ásamt Prins Póló meðal annarra. [3]

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 1,2 Mbl.is, „Vinnur eins og rannsóknarlögregla“ (skoðað 14. mars 2021)
  2. Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Jónsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn, skoðað 8. mars 2021
  3. Ég er dálítið misheppnuð poppstjarna Rúv, skoðað 8.mars, 2021