Kragastrympa (fræðiheiti: Sporodictyon terrestre, stundum misritað terrestris) er tegund fléttna af fjörusvertuætt. Kragastrympa hefur pólhverfa útbreiðslu og finnst í norðurheimskautabeltinu, barrskógabeltinu og í tempraða beltinu.[1]

Kragastrympa
Ástand stofns
Ekki metið
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Undirfylking: Pezizomycotina
Flokkur: Eurotiomycetes
Undirflokkur: Chaetothyriomycetidae
Ættbálkur: Fjörusvertubálkur (Verrucariales)
Ætt: Fjörusvertuætt (Verrucariaceae)
Ættkvísl: Sporodictyon
Tegund:
Kragastrympa (S. terrestre)

Tvínefni
Sporodictyon terrestre
(Th. Fries) Savić & Tibell
Samheiti

Polyblastia terrestris Th. Fr.
Verrucaria terrestris (Th. Fr.) Tuck.

Kragastrympa finnst víða á Íslandi á móbergi og jarðvegi, sérstaklega á sunnanverðu miðhálendinu, til dæmis í Esjufjöllum.[2] Kragastrympa á Íslandi sýnir mestan erfðafræðilegan skyldleika við norska og sænska stofna.[1]

Útlit og einkenni breyta

Kragastrympa er reitaskipt hrúðurflétta með grábrúnt eða gráleitt þal. Askhirslurnar eru svartar og útstæðar með átta gró í hverjum aski. Gróin eru ljósbrún eða glær, múrhólfa, sporbaugótt með fjórum til sex langveggjum.[2]

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 Savić, S., & Tibell, L. (2009). Taxonomy and species delimitation in Sporodictyon (Verrucariaceae) in Northern Europe and the adjacent Arctic—reconciling molecular and morphological data. Taxon, 58(2), 585-605.
  2. 2,0 2,1 Flóra Íslands (án árs). Kragastrympa - Sporodictyon terrestris. Sótt af vefsvæði Flóru Íslands þann 11. apríl 2021.


   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.