'Knudsensætt er kennd við ættföðurinn Lauritz Michael Knudsen kaupmann, sem fæddur var í Ribe á Jótlandi þann 30. janúar árið 1779 og lést í Reykjavík þann 4. ágúst árið 1828. Ættmóðirin var kona hans, Margrethe Andrea Hölter Knudsen (1781 – 1849), sem hann kvæntist þann 29. október 1809. Hún hafði áður skilið við fyrri mann sinn, Claus Mohr, með sérlegu leyfi Jörundar þess sem kallaður var hundadagakonungur. Afkomendur þeirra hjóna mynda ættina sem við þau er kennd.

Niðjar breyta

Lauritz og Margrethe eignuðust 11 börn:

  1. Lauritz Michael Knudsen (1807 – 1864)
  2. Diðrik Vesty Knudsen (1810 – 1861)
  3. Knud Peder Knudsen (1811)
  4. Jens Andreas Knudsen (1812 – 1872)
  5. Kirstine Cathrine Knudsen (1813 – 1874)
  6. Christiane Dorothea Knudsen (1814 – 1859)
  7. Anna Margrét Knudsen (1815 – 1884)
  8. Jóhanna Andrea Lauritzdóttir Knudsen (1817 – 1883)
  9. Guðrún Sigríður Lauritzdóttir Knudsen (1818 – 1899)
  10. Abeline María Knudsen (1820)
  11. Ludvig Arne Knudsen (1822 – 1896)