Klaufi Hafþórsson

Klaufi Hafþórsson er ein af helstu söguhetjum Svarfdæla sögu. Hann var dóttursonur Þorsteins svarfaðar landnámsmanns á Grund í Svarfaðardal. Móðir hans var Guðrún Þorsteinsdóttir en faðir Hafþórr víkingur. Klaufi var ójafnaðarmaður mikill og berserkur og skáldmæltur. Kona hans var Yngveldur fagurkinn en hún giftist honum nauðug. Þau bjuggu í Klaufanesi í Svarfaðardal. Bræður Yngveldar, þeir Þorleifur jarlsskáld og Ólafur völubrjótur vógu Klaufa að undirlagi Yngveldar. Í Svarfdælu eru nokkrar vísur eftir Klaufa. Þekktust er vísan sem hann orti um ást sína til Yngveldar og hefst á orðunum Mál er í meyjar hvílu.

Ættfærslan hér að ofan er eftir Landnámu. Í Svarfdælasögu er sagt að foreldrar Klaufa hafi verið Snækollur Ljótsson og Þórarna systir Þorsteins svarfaðar.

Tenglar breyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.