„Krossfiskar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Carettu (spjall | framlög)
Merki: Breyting tekin til baka Sýnileg breyting
Lína 41:
 
==Sjóæðakerfi==
Krossfiskar hafa sjóæðakerfi sem þau nota til hreyfingar. Vatn flæðir inn í þetta kerfi í gegnum líkamshluta á efra borði krossfisksins sem heitir sáldflaga. Þaðan fer það í gegnum steingang að hringgangi sem umlykur munninn. Geislagangar sem greinast út frá hringganginum eru í hverjum armi. Þaðan flæðir vatnið í vöðvaríka belgi á sogfótunum. Samdráttur þessara belgja færir vatnið inn í sogfæturna og fær þá til að virka sem einhvers konar sogskálar. Krossfiskurinn hreyfir sig síðan með samdrætti og útvíkkun sogskálanna á víxl.<sub>1</sub>Hommmi
 
== Fjölgun ==
Krossfiskur getur fjölgað sér bæði með [[kynæxlun]] og [[kynlaus æxlun|kynlausri æxlun]]. Hver armur inniheldur tvo kynkirtla sem framleiða kynfrumur og leysa þær síðan út um kynrásir. Frjóvgunin á sér oftast stað utan líkamans en einnig innan líkamans hjá sumum tegundum. Hjá sumum tegundum er kynfrumunum einfaldlega sleppt út í sjóinn þar sem sáðfruma og eggfruma mætast og mynda okfrumu, sem síðar verður að tvíhliða lirfu. Lirfan myndbreytist síðar og verður að geislasamhverfum krossfiski.<sub>1</sub>