Kepri eða Keper (fornegypska: ḫpr) var guð í fornegypskum trúarbrögðum sem var sýndur sem tordýfill eða sem maður með tordýfil í höfuðs stað. Hann var persónugervingur sólarinnar sem bjallan ýtir á undan sér yfir himininn og var raunar eini sólguðinn þar til Ra tók við því hlutverki, en eftir það varð Kepri aðeins eitt form Ra sem hin rísandi sól meðan Atúm var sólin sem sest.

Kepri og Knum með tordýfil á milli sín
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.