Kembiforrit (Enska debugger) er forrit sem kembir eða leitar að villum í öðrum forritum. Það keyrir kóða skref fyrir skref ef forritarinn vill til að finna nákvæma staðsetningu villu. Það leyfir einnig forritaranum að stöðva keyrsluna, eiga við kóðann og hefja keyrslu á ný. ] Kembiforrit er ekki samþætt þróunarumhverfi hugbúnaðarins, heldur sjálfstæð eining. Það hleðst inn í þýdda keyrsluhæfa skrá (e. compiled executable) eða í túlkaðan kóða (e. interpreted source code) og leyfir forritaranum að rekja ferlið.

Kembiforrit eru í raun ómissandi þáttur í hugbúnaðarþróun, oft fara fleiri klukkutímar í villuleit í kembiforritinu heldur en í gerð kóða. Forritarar geta föndrað saman kóða án þess að þurfa sífellt að hugsa um hvaða villur gætu mögulega komið fram.

Aðgerðir breyta

Taka í sundur (e. disassembly). Það er undirstöðuþáttur kembiforrita þar sem kóðinn er þýddur af vélamáli (e. machine code) yfir á assembly forritunarmálið (e. assembly language), sem er auðskiljanlegra fyrir forritarann. Rakning keyrslu (e. Execution Tracing). Þar er farið í gegnum keyrslu forritsins skref fyrir skref. Leyfir vöktun á registerum (e.registers), minnishólfum (e. memory locations) og táknum (e. symbols). Getur skoðað keyrsluvillur (e. runtime errors) aftur í tímann (e. back traces). Leyfir forritaranum að rekja afleiðingar af óvæntri hegðun aftur í tímann og laga það.

Ýmis kembiforrit breyta


Bækur um kembiforrit breyta


Heimild breyta

Greinin "Debugger(en)" á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 25. mars 2008.