Kímon (forngrísku: Κίμων, Kimōn) (510 - 450 f.Kr.) var aþenskur herforingi og stjórnmálamaður. Hann var sonur Míltíadesar, sem leiddi her Grikkja til sigurs í orrustunni við Maraþon.

Áletrun með nafni Kímons: Kimon Miltiado

Plútarkos segir að Kímon hafi verið „jafn hugrakkur og Míltíades, jafn klókur og Þemistókles og báðum mönnum réttvísari“. Hann var efnaður maður og þekktur fyrir örlæti.

Kímon barðist í orrustunni við Salamis árið 480 f.Kr. Hann naut mikillar virðingar sem herforingi. Í stjórnmálum var hann íhaldssamur. Hann var mjög hlynntur Spörtu og studdi fámennisstjórnarsinna í aþenskum stjórnmálum. Helsti andstæðingur hans í stjórnmálum var Períkles.

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.