Kæfa eða paté er réttur gerður úr blönduðu farsi af einhverju tagi sem oftast er bakað í formi við hægan hita í ofni eða vatnsbaði þannig að það binst saman og myndar mjúkan massa sem hægt er að bera fram í sneiðum eða smyrja á brauð. Ef farsið er gert úr kjöti eða lifur er spekki oft blandað saman við til að binda það saman, en í fisk- og grænmetiskæfur er gjarnan notað matarlím í sama tilgangi. Stundum er kæfan bökuð í deigi þannig að formið er klætt að innan með þunnu brauðdeigi sem myndar skorpu utan á kæfunni.

Þrjár tegundir af kæfu.

Tengt efni breyta