John Hinckley yngri

John Warnock Hinckley yngri (fæddur 29. maí 1955) reyndi að myrða Ronald Reagan forseta Bandaríkjanna í Washington, D.C. þann 30. mars 1981. Morðtilraunin var að hans sögn gerð til að reyna að hrífa leikkonuna Jodie Foster. Hinckley var dæmdur ekki sekur sökum geðveilu og hefur verið undir eftirliti síðan.

Fangamynd af John Hinckley

Í september árið 2021 úrskurðaði dómari að Hinckley skyldi látinn laus án skilyrða.[1]

Tilvísanir breyta

  1. Jón Agnar Ólason (27. september 2021). „Tilræðismaður Reagans látinn laus án skilyrða“. RÚV. Sótt 27. september 2021.