Jennifer Lawrence

Bandarísk leikkona

Jennifer Shrader Lawrence (f. 15. ágúst 1990) er bandarísk leikkona. Fyrsta stóra hlutverkið hennar var sem meðlimur leikaraliðs The Bill Engvall Show á TBS-sjónvarpsstöðinni á árunum 2007-2009. Síðar lék hún í óháðu kvikmyndunum The Burning Plain (2008) og Winter's Bone (2010), en fyrir þau hlutverk hlaut hún tilnefningar til Óskars-, Golden Globe-, Satellite-, Independent Spirit- og SAG verðlaunanna sem besta leikkona. Tvítug að aldri varð hún þriðja yngsta leikkonan til að vera tilnefnd til Óskarsverðlaunanna sem besta leikkona. 22 ára vann frammistaða hennar í Silver Linings Playbook (2012) henni Óskars-, Golden Globe-, Satellite- og Independend Spirit verðlaun fyrir bestu leikkonu, ásamt annarri hylli, sem gerði hana að yngsta einstaklingi sem hefur verið tilnefndur til tveggja Óskarsverðlauna. Hún er einnig næsta yngsta leikkonan til að hljóta Óskarsverðlaunin sem besta leikkona.

Jennifer Lawrence
Lawrence árið 2015
Fædd
Jennifer Shrader Lawrence

15. ágúst 1990 (1990-08-15) (33 ára)
StörfLeikari
Ár virk2006–núverandi
MakiCooke Maroney (g. 2019)
Börn1

Lawrence er einnig þekkt fyrir hlutverk sitt sem Raven Darkhölme/Mystique í kvikmyndinni X Men: First Class frá árinu 2011. Hún mun endurtaka hlutverk sitt í X Men: Days of Future Past árið 2014. Árið 2012 hlaut hún heimsfrægð fyrir hlutverk sitt sem Katniss Everdeen í fyrstu kvikmyndinni um Hungurleikana (e. Hunger Games) sem er byggð á samnefndum bókaþríleik eftir Suzanne Collins. Árið 2013 útnefndi tímaritið Time hana eina af 100 áhrifamestu einstaklingum veraldar og tímaritið ELLE útnefndi hana áhrifamestu konuna í skemmtanabransanum.

Árið 2018 kynntist Lawrence núverandi eiginmanni sínum, listaverkasalanum Cooke Mar­oney. Parið trúlofaði sig í byrjun árs 2019 og giftu þau sig svo í október sama ár. Brúðkaupið var látlaust og leynilegt og var aðeins nánustu vinum og ættingjum boðið. Í september 2021 tilkynntu hjónin að þau ættu von á sínu fyrsta barni í byrjun ársins 2022. Í febrúar 2022 kom barnið í heiminn sem fékk nafnið Cy.[1]

Tilvísanir breyta

  1. Aguirre, Abby (6. september 2022). „Jennifer Lawrence Talks Motherhood, Causeway, and the End of Roe v. Wade“. Vogue. Afrit af uppruna á 6. september 2022. Sótt 6. september 2022.

Tenglar breyta

   Þetta æviágrip sem tengist leikurum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.