Jaínismi er ein elstu trúarbrögð sem til eru í heiminum. Það er trú og heimspeki sem á rætur að rekja til Indlands.

Hakakrossinn er eitt af helgustu táknum jaínisma.

Á 6. og 5. öld f.Kr. mynduðust borgir að nýju á Indlandi. Þetta var tími mikillar grósku um alla Evrasíu: gríska heimspekinga, spámanna Gyðinga, Zaraþústra í Persíu. Á Indlandi komu fram trúarhreyfingar sem afneituðu ýmsu í brahmanisma. Merkastar þeirra á heimssögulega vísu var jainatrú og búddatrú. Í kjölfar þeirra kom svo hindúatrú sem er skyldast brahmantrú.

Lykilmaður í jainisma var Vardhaman Mahavira sem var uppi um 520 f.Kr. Hann gerðist meinlætamaður og betlandi förumaður. Féllst á kenningar brahmisma um karma og endurholdgun en leiddi inn á nýjar brautir. Allir hlutir hefðu sál fjötraða í efni sínu og hefði hún myndast fyrir tilstuðlan karma. En sér hver sál hefði sín takmörk. Meinlætamaðurinn gæti með þjáningum sínum losað nokkuð af því sem karma hefði myndað í honum og stigið þannig upp til frelsunar. Allt líf var talið vera heilagt, ekkert mátti deyða. Lifnaður í nekt, föstum og grænmetisáti.

Helstu rit jaina skráð um 300 f.Kr. og var blómatími jaina á tímum Maryska ríkisins á Indlandi 322-188 f.Kr.

Upphaf jainisma breyta

Jainismi eru ein elstu trúarbrögð Indlands. Fylgjendur jainisma halda því fram að trúin hafi ávallt verið til og líkt og heimur jainismans þá hefði hún hvorki upphaf né enda. Það er ekki vitað nákvæmlega hvenær jainismi var stofnaður. Margir hverjir af dýrlingum jainismans tilheyrðu því tímabili sem var fyrir milljónum ef ekki milljarða ára en seinasti mikli dýrlingur jainismans, Mahavira, varð eins konar söguleg persóna og hefur hann verið kallaður nútímalegri útgáfa af Búdda. Mahavira var tuttugasti og fjórði svokallaði Tirthankara, hann var jafnframt sá síðasti. Söguleg sannindi um Mahavira er erfitt að finna í jain-heimildum þar sem ekkert var skrifað niður fyrr en löngu eftir hans tíð. Einn af aðal söfnuðum jainismans sem kallast Digambara heldur því fram að ekkert sé um heimildir séu fyrir það tímabil sem Mahavira var uppi. Hinn aðal söfnuðurinn, sem kallast Svetambara, heldur því hins vegar fram að munnlegar heimildir um þetta tímabil hafi verið skrifaðar niður á fimmtu öld eða um þúsund árum eftir tíma Mahavira. Reynt hefur verið að sanna þetta með því að bera saman staðreyndir úr þessum heimildum við heimildir úr búddisma. Pali textar búddista hafa verið notaðar til þess vegna þess að í þeim er oft talað um Nataputta sem tilheyrði söfnuði sem kallaðist nirgrantha. Því hefur verið haldið fram að þessi Nataputta sé sá sami og Mahavira. Þessu er haldið fram vegna þess að þeir létust á sama stað í báðum heimildum. Jain sem nafn á söfnuði Mahavira kemur ekki fram í heimildum búddista. Ástæðan fyrir því er að bæði Mahavira og Búdda voru kallaðir Hina af fylgjendum sínum og þar af leiðandi myndi Jain tákna báða söfnuði. Það sem skildi að búddista og fylgjendur jainisma er að fylgjendur jainisma voru þekktir fyrir mikinn meinlætalifnað. Þetta er annað atriði sem hefur verið notað til að sanna að nigantha-söfnuðurinn sé sá sami og jainismi.[1] Mahavira er án efa einn mikilvægasti leiðtogi jaina, þó hann hafi ekki verið upphafsmaður trúarbragðanna þá var það hann sem tók saman á kerfisbundinn hátt trú og heimspeki fyrrverandi leiðtoganna, einnig kenndi hann trúna og heimspeki forvera sinna og kom upp hálfgerðri kirkju þar sem munkar og nunnur fylgdu því sem hann kenndi.[2]

Jainismi nú til dags breyta

Á fyrstu árum sínum breiddist jainismi út frá þeim stað sem trúarbrögðin voru upprunnin út um Indland. Nú til dags eru trúarbrögðin þó aðallega fundin í Maharashtra, Madhya Pradesh, Mysore, Gujarat, og Rajasthan. Utan Indlands eru samfélög iðkenda Jainisma aðallega fundin í Bandaríkjunum. Þó svo að iðkendur jainisma séu einungis 0,5% af íbúum Indlands þá hafa þeir haft gífurleg áhrif. Til dæmis hafði Raychandbhai Mehta, sem var leiðtogi iðkenda jainisma, mikil áhrif á Mahatma Gandhi sem varð til þess að Gandhi helgaði sig því að beita ekki ofbeldi. Þó svo að jainismi eigi eflaust ekki eftir að stækka sem trúarbrögð þá halda þau áfram að þróast og að aðlagast breytingum, þá sérstaklega í vestrænum ríkjum, án þess að breyta grundvallaratriðum.[3]

Trúarrit breyta

Upprunalegu trúarritin í jainisma voru Agama, Shruta og Jinavani, voru predikuð af þeim sem voru Tirthankaras, og voru svo loks skrifuð niður á tímum Mahavira. Síðustu sem skrifuð voru niður voru tólf Angas og það sem kallast Painnas. Síðasta Angan kallast Drishtivada og samanstóð af fimm köflum, mikilvægastur af þessum köflum var sá sem innihélt fjórtan svokallaðar Purvas sem lýsti heimspeki jainismi í mikilli nákvæmni. Vegna þessa hefur rituð þekking iðkenda jainisma oft verið lýst sem hinar ellefu Angas og fjórtan Purvas.[4] Rit í jainisma eru skrifuð á tungumálunum prakrít, sanskrít, apabhramsa, hindí, gujarati, marathi, tamil og kannad. Rit sem eru skrifuð á prakrít og sanskrít má skipta niður í Anga, Upanga, Mulasutras, Chedasutra, Culikasutras, Prakrinakas, Agamic Vyakhyas, Niryuktas, Bhasyas, Curnis, Tikas, Karma rit, Siddhanta Acara, Vidhividhana, Bhaktimulaka, Pauranika-Aitihasika Kavyas, Kathatmaka, Laksanika (Jyotisa, Ganita, Vyakarana, Kosa, Chanda, Nimitta, Silpa, etc.) og Lalita rit. Einnig var mikið ritað á apabhramsa.[5]

Heimildir breyta

  1. Ashim Kumar Roy (1984). A History of the Jains. Gitanjali Publishing House. bls. 4.
  2. Paul Marett (2004). Jainism Explained. Jain Samaj Europe Publication. bls. 1.
  3. John Bowker (2003). World Religions: The Great Faiths Explored & Explained. DK Publishing, Inc. bls. 47.
  4. Jyoti Prasad Jain (1981). Essence of Jainism. bls. 9.
  5. Bhagchandra Jain. „Jainism: A Religion of Asceticism“. Sótt 8. nóvember 2013.
   Þessi trúarbragðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.