Jónsson & Le'macks

Jónsson & Le'macks (J&L) er auglýsingastofa sem var stofnuð árið 2003 af Viggó Erni Jónssyni og Agnari Tr. Lemacks. Fyrirtækið vinnur með fyrirtækjum við að móta skilaboð, staðsetja vörumerki og fóta sig í síbreytilegu fjölmiðlaumhverfi. Fyrstu árin starfaði J&L við Hafnarstræti, Austurstræti og Vesturgötu í Reykjavík, en flutti á Laugaveg 26 árið 2010.

Jónsson & Le'macks

Birtingarstofan Ratsjá er dótturfélag J&L og er til húsa á sama stað. Ratsjá veitir viðskiptavinum sínum ráðgjöf um markaðsmál, auglýsingabirtingar í öllum miðlum og markaðsrannsóknir.

Starfsmenn J&L og Ratsjár eru rúmlega 40.

J&L er aðili að SÍA, Sambandi íslenskra auglýsingastofa. Meðal helstu viðskiptavina eru Landsbankinn, Landsvirkjun, Sjóvá, Borgun, Reitir, VR, Vífilfell, Kex Hostel, Plain Vanilla og 66°Norður. Stofan hefur í gegnum tíðinda fengið fjölda verðlauna og tilnefninga til fagverðlauna, t.a.m. Cannes Lion, Red Dot, Epica og Lúðurinn.

Kvikmyndagerð breyta

Innan J&L er starfrækt framleiðsludeild sem sér um gerð á kvikmynduðu efni, sjónvarpsauglýsingu, hreyfigrafík, heimilda- og kynningarmyndum, videó fyrir vef og margt fleira.

Ratsjá breyta

Ratsjá er birtingarstofa í eigu Jónsson & Le'macks.

Tenglar breyta