Jón Steinar Gunnlaugsson

íslenskur lögfræðingur

Jón Steinar Gunnlaugsson (f. 27. september 1947) er íslenskur lögfræðingur. Hann hefur lengst af starfað sem hæstaréttarlögmaður en var einnig prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og dómari við Hæstarétt Íslands. Hann var skipaður hæstaréttardómari 29. september 2004[1] og lét af störfum 1. október 2012[2]. Hann útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1967 og lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1973[3].

Sjá einnig breyta

Heimildir breyta

  1. „Jón Steinar Gunnlaugsson skipaður dómari við Hæstarétt Íslands“. Innanríkisráðuneyti. Sótt 30. desember 2012.
  2. „Jón Steinar og Garðar hætta“. Sótt 30. desember 2012.
  3. „Jón Steinar Gunnlaugsson: Æviágrip“. Hæstiréttur Íslands. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. mars 2005. Sótt 14. mars 2005.
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.