Jón Bjarnason (prestur í Fellsmúla)

Jón Bjarnason (d. 1628) var skólameistari í Skálholtsskóla, síðan prestur þar og loks prestur í Fellsmúla í Rangárþingi frá 1612 til dauðadags.

Jón var sonur Bjarna Helgasonar bónda á Skammbeinsstöðum í Holtum, bróður Margrétar móður Odds Einarssonar biskups, og konu hans Margrétar Jónsdóttur. Hann lærði í Skálholtsskóla, sigldi ekki til Kaupmannahafnar en þótti þó vel lærður maður. Hann var skólameistari í Skálholti 1608-1610, var kirkjuprestur í Skálholti 1611 en árið 1612 varð hann prestur í Fellsmúla.

Kona Jóns var Margrét, dóttir Stefáns Gunnarssonar Skálholtsráðsmanns og áður skólameistara, og áttu þau fjóra syni.

Heimildir breyta

  • „Saga latínuskóla á Íslandi til 1846. Tímarit hins íslenska bókmenntafélags, 14. árgangur 1893“.
  • „Skólameistararöð í Skálholti. Norðanfari, 61.-62. tölublað 1880“.