Jógúrt er mjólkurafurð sem hefur verið gerjuð (sýrð) með aðstoð mjólkursýrugerla. Við gerjunina umbreyta gerlarnir laktósa (mjólkursykri) í mjólkursýru, sem aftur verkar á mjólkurprótínin þannig að mjólkin þykknar og verður nánast hlaupkennd. Samspil þessarra eðlisbreytinga og myndunar bragðefna í gerlunum leiðir til hinna einkennandi áferðar- og keimeiginleika jógúrtarinnar.

Jógúrt með bragði af mörgum ávöxtum.

Gerlarnir sem oftast eru notaðir við jógúrtgerð eru Lactobacillus bulgaricus og Streptococcus thermophilus, en einnig er algengt að öðrum gerlum sé bætt út í jógúrtina til þess annað hvort að framkalla æskilega keimeiginleika eða vegna meints heilsufarslegs ávinnings. Jógúrt getur því verið markaðssett sem markfæði og inniheldur þá gjarnan Bifidobacterium tegundir, Lactobacillus acidophilus og/eða Lactobacillus casei.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.