International 14 er fjórtán feta (4,27 metra) löng tvímenningskæna. International 14 er þróunargerð sem leyfir breytingar innan ramma ákveðinna reglna sem gilda fyrir gerðina. Upphaflega hétu þessar kænur National 14 og byggðu á reglum sem settar voru um kappsiglingar ólíkra fjórtán feta kæna í Bretlandi í upphafi 20. aldar. Reglurnar eru í stöðugri þróun og taka mið af nýjungum í kænusiglingum. Eldri bátar þessarar gerðar verða þannig úreltir eftir því sem reglurnar þróast.

International 14