Í tölvunarfræði er inntakstæki tæki sem er notað við inntak upplýsinga í einhvers konar tölvukerfi. Dæmi um inntakstæki eru lyklaborð, talnaborð, mýs, skannar, myndavélar og stýripinnar. Inntakstækjum má skipta í flokka samkvæmt nokkrum eiginleikum:

  • inntaksformi (t.d. hreyfing, hljóð, mynd)
  • hvort inntakið sé stakrænt (t.d. ýtingar á tökkum) eða stöðugt (t.d. staðsetning músar)
  • mælivíddum (t.d. mýs sem virka í tvívídd eða tæki hönnuð fyirr tölvuvædda hönnun sem virka í þrívídd)
Tölvumús

Tengt efni breyta

   Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.