Innhorfsröðun (e. Introsort eða introspective sort) er röðunarreiknirit sem David Musser hannaði árið 1997. Það notar snarröðun, en skiptir yfir í hrúguröðun um leið og endurkvæmnin er orðin visst djúp. Afleiðingin nýtir sér bestu eiginleika beggja reiknirita, með versta tilfellið O(n log n), og keyrslu sambærilega við snarröðun á dæmigerðum gagnasettum. Sökum þess að bæði reikniritin sem það byggist á eru samanburðarraðannir, þá er það einnig slíkt.

  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.