Hvítá (Árnessýslu)

Hvítá í Árnessýslu er jökulá sem á upptök sín í Hvítárvatni, skammt fyrir ofan Bláfell, undir Langjökli.

Hvítá (Árnessýslu)
Hvítá fyrir neðan Gullfoss
Hvítá fyrir neðan Gullfoss
Uppspretta Hvítárvatn
Árós hjá Óseyrartanga (sem Ölfusá)
Lengd 185 km
Meðalrennsli 100 m3/sec
Vatnasvið 1644 km2
Hnit 64°12′49″N 20°17′22″V / 64.213608°N 20.289492°V / 64.213608; -20.289492

Hvítá er þriðja lengsta á landsins, ef lengd Ölfusár er lögð við hana samtals 185 km. Meðalrennsli Hvítár við Gullfoss, einn frægasta foss landsins, er 100 /s. en í flóðum getur vatnsmagnið allt að tuttugufaldast. Við Öndverðarnes rennur áin saman við Sogið og myndar Ölfusá. Brýr eru á Hvítá við Laugarás (1958), Flúðir (2010), Brúarhlöð (1906) og norðan Bláfells á Kili (1935[1]).

Á söndunum fyrir austan Bláfell fellur Jökulfall (Jökulkvísl) í Hvítá, en það á upptök undir Hofsjökli og í Kerlingarfjöllum. Áður en Hvítá steypist fram af hálendisbrúninni í Gullfoss, bætast enn nokkrar ár í Hvítá, bæði að austan og utan. Ákveðið hefur að virkja hana ekki fyrir vatnsafli.

Ferðaþjónusta breyta

Á Hvítá er hægt að fara í flúðasiglingar og eru einnig seld veiðileyfi í ána.

Myndir breyta

Heimild breyta

Tenglar breyta

   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/644194/