Hugo-verðlaunin eru bókmenntaverðlaun sem veitt eru fyrir bestu skáldverk í flokki vísindaskáldskapar eða fantasíu. Verðlaunin eru kosin af þeim sem mæta á Worldcon-ráðstefnuna sem haldin er árlega. Verðlaunin draga nafn sitt af bandaríska ritstjóranum Hugo Gernsback. Þau voru fyrst veitt á 11. Worldcon-ráðstefnunni í Philadelphia árið 1953. Ásamt Nebula-verðlaununum eru Hugo-verðlaunin þekktustu verðlaun fyrir vísindaskáldskap í heiminum.[1]

Hugo-verðlaun frá ýmsum tímum sýnd á Worldcon í Helsinki 2017.

Upphaflega voru verðlaunin veitt í 7 flokkum, en þeir hafa breyst í gegnum tíðina og eru nú 15 talsins. Þar á meðal eru fjögur verðlaun fyrir bestu skáldsögu í mismunandi lengdum (smásögu, nóvellettu, nóvellu og skáldsögu), bestu ritröð, bestu myndskreytingar o.s.frv. Verðlaunagripurinn er alltaf stílfærð eldflaug, en er annars breytilegur frá ári til árs.

Tilvísanir breyta

  1. Donahoo, Daniel (5. september 2010). „Hugo Award Winners Announced at AussieCon 4“. Wired. Condé Nast Publications. Afrit af uppruna á 9. júlí 2011. Sótt 13. júní 2011.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.