Hreiður er bæli sem fuglar gera sér til að verpa eggjum í og unga þeim út. Hreiður geta verið mjög mismunandi, allt frá því að vera einungis dæld í sandi, fóðruð með örfáum stráum, að því að vera mjög flóknar samsetningar úr greinum, munnvatni og öðru. Á Íslensku er einnig talað um að mýs gera sér hreiður, sbr. músarhreiður.

Hreiður í tré

Nöfn hreiðra eftir fuglategundum breyta

Hreiður sumra fuglategunda eiga sér sérstök heiti á íslensku. Hreiður hrafnsins nefnist t.d. laupur en sumstaðar einnig bálkur. Álftin verpir í svonefndan bunka og æðarfuglinn í æðarbás. Hreiður lundans, lundaholan, skiptist í tvennt, öðrum megin er hreiður hans, en hitt nefnist kamar.

Þegar fuglar hefja hreiðurgerð er talað um að þeir setjist upp, en æðarfuglinn, lundinn og jafnvel fleiri tegundir taka heima.

Eitt og annað breyta

  • Allmargir íslenskir fuglar gera ekkert til að laga varpstaðinn. m.ö.o. gera sér ekki hreiður, heldur verpa á bera jörðina. Meðal slíkra fugla má telja teistur og langvíur, kríur og tjalda, lóur og spóa og marga fleiri.
  • Stundum er sagt að barnatala fari eftir eggjafjöldanum í því hreiðrinu sem maður finni fyrst á ævinni.

Tenglar breyta

  • „Hvað eru til margar tegundir af fuglahreiðrum?“. Vísindavefurinn.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.