Hrísmjöl er fínmalað mjöl úr hrísgrjónum, ýmist hvítum eða brúnum. Það er glútenlaust og hentar því vel í kökur, grauta og annan mat fyrir þá sem þola illa hveiti og annað korn sem inniheldur glúten. Úr því eru gerðir grautar sem þykja henta vel handa ungbörnum.

Tvær tegundir af hrísmjöli.

Það er sterkjuríkt og er því einnig notað til þykkingar í sósur og fleira. Úr hrísmjöli eru líka gerðar hrísgrjónanúðlur, pönnukökur og ábætisréttir eins og japanskt mochi og filippínskt cascaron.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.