Hoorn er er sögufræg hafnarborg í hollenska héraðinu Norður-Hollandi og er með 72 þúsund íbúa (1. Janúar 2014). Hoorn var áður fyrr heimaborg Hollenska Austur-Indíafélagsins en liggur í dag ekki lengur að sjó. Hornhöfði (Kap Hoorn), syðsti höfði Ameríku, er nefndur eftir borginni.

Fáni Skjaldarmerki
Upplýsingar
Hérað: Norður-Holland
Flatarmál: 53,25 km²
Mannfjöldi: 71.699 (1. Janúar 2014)
Þéttleiki byggðar: 3.534 /km²
Vefsíða: www.hoorn.nl
Lega
Staðsetning Haarlem í Hollandi

Lega og lýsing breyta

Hoorn liggur við Markermeer (syðsti hluti Ijsselmeer) vestarlega í Hollandi. Næstu borgir eru Alkmaar til vesturs (20 km), Enkhuizen til norðausturs (20 km), Amsterdam til suðurs (40 km) og Den Helder til norðvesturs (50 km).

Fáni og skjaldarmerki breyta

Skjaldarmerki Hoorn sýnir rautt-gult gjallarhorn með bláum borða á hvítum grunni. Hornið er til tákn um uxa sem hljópst á brott frá bænum Monnickendam og missti eitt hornið þar sem í dag er borgin Hoorn. Áður fyrr var María mey höfð með á merkinu en 1538 var María tekin út í stað einhyrningsins, sem var einkennismerki biskupsins í Utrecht.

Fáninn er eins og austurríski fáninn, það er að segja þrjár rendur (rauð, hvít og rauð). Merkingin er óljós en litirnar komu fyrst fram á 17. öld. Opinberlega var fáninn þó ekki tekinn í notkun fyrr en 13. febrúar 1979.

Orðsifjar breyta

Hoorn merkir horn. Hins vegar eru til margar kenningar uppi um tilurð heitisins, allar úr mítum og gömlum sögnum. Ein kenningin gerir þó ráð fyrir að heitið sé dregið af horni í Zuiderzee (Ijsselmeer í dag), enda stendur borgin við vík.

Söguágrip breyta

 
Hoorn séð frá Zuiderzee. Málverk eftir Hendrick Cornelisz Vroom 1622.

Samkvæmt frísneskum sögum var Hoorn þegar til sem bær á 8. öld og varð brátt að mikilvægum siglingabæ. Bærinn lá þá við fjörðinn Zuiderzee, sem í dag er stöðuvatnið Ijsselmeer. 1357 hlaut Hoorn borgarréttindi. 1603 var Hoorn ein af stofnborgum Hollenska Austur-Indíafélagsins og sigldu skip þaðan til Asíu og annarra heimsálfa. Verslunarvörur þaðan seldust víða, aðallega krydd. Jan Pieterszoon Coen, fæddur í Hoorn, stofnaði nýlenduna Batavíu, sem í dag er Jakarta í Indónesíu. Árið 1616 sigldi sæfarinn Willem Schouten frá Hoorn fyrstur manna suður fyrir Ameríku og nefndi suðuroddann þar Kap Hoorn (Hornhöfða) eftir heimaborg sinni. Á 18. öld minnkaði vægi hafnarinnar talsvert, þannig að Hoorn varð að nokkurs konar miðstöð landbúnaðarsvæðisins í kring. 1932 var mikill sjávarvarnargarður lagður fyrir minni Zuiderzee, þannig að til varð stöðuvatnið Ijsselmeer. Hoorn var þannig klippt frá aðgangi til sjávar en er engu að síður með allstóra smábátahöfn.

Frægustu börn borgarinnar breyta

Byggingar og kennileiti breyta

  • Hoofdtoren er gamalt borgarhlið og síðustu leifar af gamla borgarmúrnum. Hann var reistur 1532 og stendur við höfnina.
  • De Waag er gamalt verslunarhús og von og var reist 1609 af Hendrick de Keyser. Í dag er í því veitingahús.
  • Westfries Museum er gamalt hús frá 1632 sem breytt var í sögusafn 1880.

Heimildir breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Hoorn“ á hollensku útgáfu Wikipedia. Sótt 12. október 2011.