Hnúðkál (fræðiheiti: Brassica oleracea var. gongylodes) er ræktunarafbrigði garðakáls. Hnúðkál er tvíær jurt sem safnar forða efst í stöngulinn á fyrsta árinu og myndar þannig ætan ofanjarðarhnúð sem blöðin standa út úr. Hnúðurinn er borðaður bæði hrár og soðinn. Hann hefur milt og gott kálbragð. Hnúðkál hentar vel sem hrámeti en má matreiða eins og gulrætur Hnúðkál er ólíkt öðru grænmeti að því leyti að það safnar forðanæringu í stöngulinn og myndar hnúð sem vex ofanjarðar.

Hnúðkál á grænmetismarkaði.

Heimild breyta

Garðar R. Árnason, Sjö káltegundir fyrir heimilisgarðinn Geymt 28 nóvember 2020 í Wayback Machine, Handbók bænda 1993, Bændasamtök Íslands, árg. 43, tbl. 60

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.