Hlýri (fræðiheiti Anarhichas minor) er steinbítstegund, töluvert stærri en steinbítur og er við kynþroska 70 - 90 sm og 4-8 kg. Hann getur orðið allt að 180 sm og 26 kg. Hlýri er gulbrúnn og flekkóttur. Roð hlýra er sterkara en á steinbít og hentar því betur til skinngerðar. Fæða hlýra er aðallega skrápdýr. Hlýri er talinn ofveiddur en hefur ekki verið settur á alþjóðlega lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Hlýri finnst á úthafssvæðum í köldu djúpsævi, vanalega undir 5°C og á 50-800 m dýpi en finnst líka í allt að 25 m dýpi á norðlægum slóðum í Kanada. Kjörlendi þeirra er grófur sandur þar sem nálægt eru klettasvæði þar sem er skjól og staðir sem henta fyrir hreiður. Hrygningartími er á sumri fram á vetur og geta eggin verið 54,600.

Hlýri

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Perciformes
Ætt: Anarhichadidae
Ættkvísl: Anarhichas
Tegund:
A. minor

Tvínefni
Anarhichas minor
Olafsen, 1772

Frekari lestur breyta

Tilvísanir breyta

 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.