Hjörvar Hafliðason

íslenskur fjölmiðlamaður og fyrrum knattspyrnumaður

Hjörvar Hafliðason (fæddur 6. október 1980) er íslenskur fjölmiðlamaður og fyrrum knattspyrnumaður. Hann hefur viðurnefnið Dr. Football. Hjörvar spilaði sem markmaður 1998 til 2017 með hléum. Hann var í Breiðablik, Val, Augnablik og HK. Tímabilið 2000–01 var Hjörvar til reynslu hjá Stoke City.

Hjörvar Hafliðason
Upplýsingar
Fullt nafn Hjörvar Hafliðason
Fæðingardagur 6. október 1980 (1980-10-06) (43 ára)
Fæðingarstaður    Reykjavík, Ísland
Leikstaða Markvörður
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1998 HK 13
1999-2002 Valur 38
2000-2001 Stoke City 0
2005-2007 Breiðablik 43
Landsliðsferill
2000 Ísland U-21 1

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Hjörvar hefur starfað á Stöð 2 Sport og hefur verið fenginn sem álitsgjafi þar. Hann fer nú fyrir hljóðveitunni Dr. Football sem kemur út nokkrum sinnum í viku. Þar er fjallað um knattspyrnu á Íslandi, Evrópu og um heiminn. Hjörvar er nú íþróttastjóri Viaplay á Íslandi en þar er m.a. sýnd knattspyrna frá Þýskalandi og Norðurlöndum.

Kona hans er Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka í sjávarútvegi.

Tenglar breyta