Heimsendir (sjónvarpsþættir)

Heimsendir var íslensk drama-sjónvarpsþáttaröð sýnd haustið 2011 á Stöð 2. Þættirnir voru eftir þá sömu og gerðu Vaktarseríurnar.

Þættirnir gerðust á afsekta geðveikrarhælinu Heimsenda um verslunarmannahelgina 1992, þegar geðsjúklingarnir taka óvænt yfir stjórn geðveikrarhælisins.

Höfundar handrits voru Ragnar Bragason, Jóhann Ævar Grímsson, Jörundur Ragnarsson og Pétur Jóhann Sigfússon. Leikarar voru Halldór Gylfason, Pétur Jóhann Sigfússon, Jörundur Ragnarsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Víkingur Kristjánsson, Hallgrímur Ólafsson, Bára Lind Þórarinsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Benedikt Erlingsson, Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, Erla Rurh Harðardóttir og María Guðmundsdóttir. Leikstjóri var Ragnar Bragason.

Bandarísk endurgerð breyta

Árið 2016 voru fréttir um hugsanlega Bandaríska endurgerð á þáttunum. Leikstjóri átti að verða Alan Poul, þættirnir áttu að verða byggðir á handriti Jonathan Ames eftir íslensku þáttunum.[1]

Tilvísanir breyta

  1. „Íslenskur Heimsendir í amerískt sjónvarp“. RÚV. 1. ágúst 2016. Sótt 22. ágúst 2020.