Hattur[1]ˆ ) er stafmerki notað í bæði grísku og latnesku letri. Á flestum tungumálum þar sem hann er notaður heitir hann circumflex, sem á rætur að rekja til latínu circumflexus „umboginn“. Í latnesku letri er hattur örvalaga ( ˆ ) en í grísku letri er hann eins og bylgja ( ˜ ) eða skál á hvolfi (   ̑).

Hattur er notaður á ýmsum málum til að tákna lengd hljóða, áherslu, tegund sérhljóða eða annað. Táknið er líka notað í stærðfræði og tónlist.

Heimildir breyta

  1. Orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands (2003). „Íslensk táknaheiti“ (PDF). Íslensk málnefnd. Sótt 10. maí 2015.
   Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.