Hasarblaðið Blek er myndasögutímarit sem kemur út á Íslandi.

Árið 1996 fór af stað átaksverkefni Hins hússins: „Starfsnám fyrir unga atvinnuleitendur í Reykjavík“ sem stóð yfir í 6 mánuði. Þar var ungu fólki boðin starfsþjálfun á ýmsum sviðum en einnig var boðið upp á sjálfsprottin verkefni fyrir þá sem voru með hugmyndir sem þá langaði að vinna að. Í kjölfarið var stofnað félag  áhugamanna um myndasögur og gerð þeirra og í framhaldi af stofnuninni var sótt um styrk til Menningarmálanefndar Reykjavíkur til að gefa út Hasarblaðið Blek.

Blaðið kom út með óreglulegu millibili, eða bara þegar nægt efni hafði safnast saman og hafði aðsetur í Hinu húsinu fyrstu árin. Ýmsir málsmetandi höfundar hafa þar stigið sín fyrstu spor sem síðar hafa unnið frekari afrek á þessu sviði.

Björn Vilhjálmsson var ábyrgðarmaður blaðsins til 2004 en eftir það tók Jean Posocco alfarið við því.[1][2][3]

Tilvísanir breyta

  1. „Saga Blek“. myndasogur.is. Sótt 11. janúar 2023.
  2. „Íslenska myndasögutímaritið Blek 20 ára! - myndasagan.blog.is“. myndasagan.blog.is. Sótt 11. janúar 2023.
  3. „Viðtal við Jean: Myndasögur hafa jákvæð áhrif á börn“. ullendullen.is. 21. ágúst 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. janúar 2023. Sótt 11. janúar 2023.