Harzfjöll er nyrsti fjallgarður Þýskalands. Þau liggja í Neðra-Saxlandi, Saxlandi-Anhalt og Þýringalandi. Fjöllin hétu upphaflega Hart, en það merkir Fjallaskógur.

Kort af Harzfjöllum

Landafræði breyta

Harzfjöll ná yfir rúmlega 2.200 km² landsvæði sem er um 110 km að lengd frá bænum Eisleben í suðaustri til Seesen í norðvestri, og um 30 til 40 km á breidd. Hæsti tindur Harzfjalla er Brocken, 1.141 m.y.s. Brocken er kunnur safnstaður fyrir nornir á Walpurgisnóttu fyrr á öldum. Harzfjöllum er gjarnan skipt í Efri- og Neðri-Harzfjöll (Oberharz og Unterharz). Efri-Harzfjöll einkennast af furu- og greniskógum, en í Neðri-Harzfjöllum eru blandaðir skógar og ræktarlönd.

Saga breyta

Harzfjöll byggðust fyrst fyrir um 1.000 árum, en fram að þeim tíma voru þau óaðgengileg sakir þéttvaxinna skóga. Ruðningu markarinnar sér enn stað í staðarnöfnum á svæðinu, en mörg þeirra bera viðskeytið -rode, sem útleggja má sem rutt rjóður.

   Þessi landafræðigrein sem tengist Þýskalandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.