Hanstholm er bær á Norður-Jótlandi. Íbúar Hanstholm voru um 2.100 árið 2018. Höfnin í Hanstholm gegnir mikilvægu hlutverki fyrir íbúa bæjarins og er hún einnig ein af mikilvægustu höfnum vestur strandar Jótlands. Í Hanstholm er einnig að finna einn stærsta fiskmarkaðinn í Danmörku. Ferjan Smyril line kemur að höfn í Hanstholm en hún hefur einnig viðkomu í Bergen í Noregi, Þórshöfn í Færeyjum og á Seyðisfirði á Íslandi.

Höfnin í Hanstholm

Í gegnum tíðina hafa margir Íslendingar búið í Hanstholm, eins og víða annars staðar í Danmörku. Mikil útgerð er frá Hanstholm og hafa margir Íslendingar sem unnið hafa við sjávarútveg flust þangað og starfað á þeim vettvangi. Dæmi eru um að heilu bátarnir hafi verið mannaðir íslenskri áhöfn, eins og norski línubáturinn Aksla, sem gerður var út frá Hanstholm á árunum 1998 - 2001.

  Þessi landafræðigrein sem tengist Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.