Hamlet

leikrit eftir William Shakespeare

Hamlet er harmleikur eftir William Shakespeare og er frægasta leikrit höfundar og með frægustu verkum leikbókmenntanna. Hamlet var skrifað einhverntímann á tímabilinu 1599-1601 að því talið er. Sagan gerist að mestu á Helsingjaeyri í Danmörku og fjallar um krónprinsinn Hamlet sem hyggur á hefndir á frænda sínum Kládíusi sem hann grunar um að hafi myrt föður hans. Kládíus þessi hefur nýlega kvænst móður hans, Geirþrúði, en eina vísbending Hamlets um morðið eru orð vofu, sem sagðist vera faðir hans. Orð þau knýja hann samt til að takast á við líf og dauða, dyggð og syndir og aðstæður sínar. Leikritið fjallar einnig um svik, hefnd, blóðskömm og siðferðilega spillingu.

Bandaríski leikarinn Edwin Booth í hlutverki Hamlets.
Josip Zovko, Hamlet, HNK Split, foto: Matko Biljak

Söguþráðurinn breyta

Leikritið hefst á kaldri nóttu við hinn konunglega kastala, Elsinore (Helsingjaeyri) í Danmörku. Vörðurinn Francisco er að ljúka sinni vakt og Bernardo tekur við honum og yfirgefur sviðið. Þriðji þjónninn, Marcellus, kemur inná sviðið ásamt Horatio, nánasta vini Hamlets. Verðirnir reyna að sannfæra Horatio um að þeir hafi séð kónginn, föður Hamlets, afturgenginn. Þegar Hamlet fréttir af þessu frá Horatio fer hann til að sjá drauginn sjálfur. Þetta kvöld birtist vofan og segir Hamlet að hann sé sál föður hans heitins og að Claudius, bróðir hans, hafi hellt eitri í eyru hans og banað honum. Vofan krefst þess að Hamlet hefni sín. Hamlet gerir sér upp brjálæði til að koma í veg fyrir grunsemdir. Hann efast þó um áreiðanleika vofunnar.

Utan sviðs reyna Claudius og kona hans Gerþrúður (móðir Hamlets) að koma í veg fyrir að prinsinn af Noregi, Fortinbras, ráðist inn í ríki þeirra. Í uppnámi út af hegðun Hamlets og vaxandi brjálæði senda þau til hans tvo skólafélaga og vini, þá Rosencrantz og Guildenstern, að finna út ástæðu þessara skapbreytinga. Hamlet tekur hlýlega á móti vinum sínum en kemst fljótt að því að þeir voru sendir til að njósna um hann.

Polonius er tryggasti ráðgjafi Claudiusar og sonur hans, Leartes, snýr aftur frá Frakklandi og dóttir hans, Ophelia, gengur með grasið í skónum á eftir Hamlet. Hvorki Polonius né Leartes halda að Hamlet taki sambandi þeirra Opheliu alvarlega og vara þeir hana báðir við. Stuttu eftir það verðu Ophelia efins vegna einkennilegrar hegðunar Hamlets og tjáir föður sínum að Hamlet hafi ruðst inn í herbergi hennar. Hann hafi mænt á hana en ekkert sagt. Polonius gerir ráð fyrir að skýring hegðunar Hamlets sé vegna ofsaástar á dóttur hans og segir konungshjónunum frá því. Polonius og Claudius senda þá Opheliu til að njósna um Hamlet. Þegar hún endursendir bréf hans og í þögn sínni grunar hann hvað gangi á heimtar hún að hún fari í klaustur.

Hamlet efast enn um trúverðugleika vofunnar, en koma leikara í kastalann gefur honum hugmynd um ráð. Hann mun sviðsetja morð föður hans og dæma sekt eða sakleysi Claudiusar af viðbrögðum hans. Hirrðin safnast saman til að horfa á leikritið. Hamlet býst við athugasemdum gegn um allt leikritið. Hinn mikilvægi þátturinn er að í þessu atriði birtast leikararnir. Viðvist leikaranna og leikritsins bendir til milivægs þema: að lífið er oft í ákveðna staði eins og leikrit. Þegar morðatriðið er kynnt rís Claudius snöggt úr sæti sínu og stormar út úr herberginu, sem Hamlet sér sem sönnun um sekt frænda síns. Hræddur um líf sitt sendir Claudius Hamlet í útlegð til Englands, undir vakandi augum Rosencrantz and Guildenstern, með bréf um að bréfberinn skuli líflátinn.

Gertrude sendir eftir Hamlet í herbergi sitt og krefst útskýringa. Á leið sinni til Gertrude gengur Hamlet fram á Claudius í bæn, en hikar við að drepa hann, því sé maður myrtur í bæn eigi hann trygga inngöngu í himnaríki. Í svefnherberginu koma upp deilur á milli Hamlets og Gertrude. Polonius, sem liggur á hleri á bak við veggtjald, gefur frá sér hljóð og Hamlet í þeirri trú að það sé Claudius styngur af stjórnleysi í veggtjaldið og drepur Polonius. Vofan birtist og hvetur Hamlet til að fara vel með Gertrude en minnir hann jafnframt á að drepa Claudius. Ófær um að sjá vofuna sjálf tekur Gertrude þessu athæfi Hamlets sem sönnun fyrir geðveiki hans. Áður en skipið sem á að flytja Hamlet til Englands fer úr höfn felur Hamlet lík Poloniusar en segir þó Gertrude og konunginum að lokum hver staðsetning þess er. Heltekin af sorg vegna dauða Ploniusar reikar Ophelia um höllina og syngur ósæmilega söngva. Bróðir hennar, Leartes, snýr aftur frá Frakklandi niðurbrotinn af sorg vegna dauða föður hans og brjálæði systur hans. Hún sést í stutta stund á sviðinu vera að dreyfa jurutm og blómum. Claudius sannfærir Leartes um að hamlet beri einn ábyrgð á dauða föður hans og brjálæði systur hans. Fréttir berast um að Hamlet gangi ennþá laus, það var ráðist á skip Hamlets af sjóræningjum á leið hans til Englands, og sé snúinn aftur til Danmerkur. Claudius er ekki lengi að upphugsa mótleika. Hann leggur til að Leartes mæti Hamlet í einvigi með eiturborið sverð en gangi sú ráðagerð ekki eftir verði Hamlet boðið eitrað vín. Geartrude kemur óvænt in með þau tíðindi að Ophelia hafi drukknað.

Í næsta atriði sjáum við tvo menn að taka gröf og ræða sín í milli augljóst sjálfsmorð Opheliu. Hamlet kemur inn á sviðið með Horatio og gantast í öðrum grafaranna, sem grefur upp hauskúpu af hirðfíflinu Yorick sem hafði verið hirðfíflið í höllinni þegar Hamlet var lítill. Líkför Opheliu nálgast, með Leartes í fararbroddi. Hamlet lýsir því yfir að hann hafi ætíð elskað Opheliu og leiðir það til rifrildis á milli hans og Leartes en þeir eru stoppaðir af.

Víkur þá sögunni aftur til Helsingjaeyri, Hamlet segir Horatio frá því hvernig hann slapp og hvernig Rosencrantz og Guildenstern stóðu frammi fyrir dauðanum. Hirðmaðurinn Orsic truflar samræðurnar til þess að tilkynna Hamlet að hann hafi verið boðaður til einvígis við Leartes. Samtímis og einvígið hefst nálgast hersveit Fortinbras óðfluga. Leartes styngur hamlet með eitruðu sverðsblaðinu en hefur sjálfur hlotið banvæn meiðsli. Geartrude drekkur eitraða drykkinn og deyr. Á loka andartökunum sættast Leartes við Hamlet og afhjúpar morðsamsæri Claudiusar gegn konunginum. Sjálfur við dauðans dyr megnar hamlet að drepa Claudius og útnefnir Fortinbras réttmætann erfingja sinn. Þegar Fortinbras kemur segir Horatio honum alla sólasöguna og lætur Fortinbras jarða Hamlet í fullum heiðri.

Persónurnar breyta

  • Hamlet: aðalpersónan í þessum harmleik og er þar krónprinsinn af Danmörku.
  • Vofan: fyrrverandi konungur og heitinn faðir Hamlets.
  • Kládíus: frændi og fósturfaðir Hamlets og kóngur.
  • Geirþrúður: móðir Hamlets.
  • Poloníus: tryggasti ráðgjafi Claudiusar.
  • Leartes: Sonur Poloniusar.
  • Ofelía: Dóttir Poloniusar.
  • Fortinbras: Prinsinn af Noregi.

Heimildir breyta

Víðfræg verk sem líkjast Hamlet er hægt að finna svo víða um heim (t.d. Ítalíu, Spáni, Skandinavíu, Byzantium og Arabíu) að kjarni "hetjan-er-fífl" þemans gæti mögulega verið indóevrópskur að uppruna. Fáeina aldagamla forvera Hamlets er hægt að bera kennsl á. Sú fyrsta er lítt þekkt skandinavísk fornsaga, Hrólfs saga Kraka. Sagan segir frá bræðrum tveim-Hróar og Helga-sonum kóngsins er var myrtur. Lengst af í sögunni eru þeir í dulargefum og ganga undir röngum nöfnum frekar en að gera sér upp geðveiki en röð atburða er önnur er sú sem Shakespeare notaði. Önnur sagan er rómverska goðsögnin um Brútus, skjalbundin í tvö aðskilin latnesk gangverk. Söguhetjan, Lucius (merkir ljóst, skínandi), breytir nafni sínu yfir í Brútus (merkir vitlaus, tregur), og leikur hlutverk heimskingja til að forðast örlög föður síns og bræðra, og drepur á endanum morðingja fjölskyldu sinnar. Norræni sautjándu aldar fræðimaðurinn, Torfaeus, bar íslensku hetjuna Amlóða og spönsku hetjuna Prince Ambales saman við Shakespeares Hamlet. Uppgerð geðveiki prinsins, óáætlað morðið á tryggasta ráðgjafa kóngsins í herbergi móður hans og morð frænda síns eru meðal atriða sem þessar söguhetjur eiga sameiginlegt.

Marga af áður upptöldum þáttum má sjá í fjórtándu aldar verkinu "Vita Amlethi" (Sagan af Amleth) eftir Saxo Grammaticus, hluti af Gesta Danorum. Skrifað á latnesnku, endurspeglar það hina klassísku rómansku ímynd um dyggðir og hetjuskap, og víða fáanlegt á dögum Shakespeares. Mikilvægar hliðstæður þess ná m.a. yfir uppgert brjálæði prinsins, skyndilegt brúðkaup móður hans við valdaræningjann, morð prinsins á njósnaranum.