Hallveig (ungliðahreyfing)

Hallveig - Ungt jafnaðarfólk í Reykjavík er ungliðahreyfing Samfylkingarinnar í Reykjavík og var stofnuð árið 2001. Hreyfingin er opinn og lýðræðislegur vettvangur fyrir skapandi umræður og félagsstarf ungs jafnaðar- og félagshyggjufólks.

Starf hreyfingarinnar byggist á grunngildum jafnaðarstefnunnar um frelsi, jafnrétti og samstöðu.

Saga félagsins breyta

Félagið var upprunalega stofnað árið 1969 sem félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og var þá aðildarfélag að Alþýðuflokknum.[heimild vantar] Var félagið endurreist árið 2001 og þá sem aðildarfélag að Samfylkingunni og sem aðildarfélag Ungra jafnaðarmanna (á landsvísu)[1].

Formenn Hallveigar breyta

  • 2021 Pétur Marteinn Urbancic Tómasson [2]
  • 2020-2021 Viktor Stefánsson[3]
  • 2019-2020 Ingibjörg Ruth Gulin
  • 2017-2019 Aron Leví Beck
  • 2015-2016 Ída Finnbogadóttir
  • 2013-2014 Halla Gunnarsdóttir
  • 2012-2013 Hildur Hjörvar
  • 2012-2012 Gunnar Smári Jóhannesson
  • 2011-2012 Natan Kolbeinsson
  • 2010-2011 Júlía Margrét Einarsdóttir
  • 2009-2010 Pétur Markan
  • 2009-2008 Guðrún Birna le Sage
  • 2007-2008 Agnar Freyr Helgason
  • 2006-2007 Kjartan Due Nielsen
  • 2004-2006 Hrafn Stefánsson
  • 2003-2004 Sverrir Teitsson
  • 2002-2003 Andrés Jónsson

Nafn félagsins breyta

Nafnið hefur félagið frá Hallveigu Fróðadóttir sem var gift Ingólfi Arnarsyni og var hún þar með fyrsta húsfreyja í Reykjavík.[heimild vantar]

Félagaskrá breyta

Í Hallveigu Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík er skráðir um 2000 félagar á aldrinum 16 - 35 ára.

Stjórn breyta

Í stjórn Hallveigar eiga sæti forseti og allt að 9 meðstjórnendur. Stjórn skiptir með sér verkefnum á fyrsta fundi eftir aðalfund og skipar minnsta kosti í stöður varaforseta og gjaldkera.


Tenglar breyta

   Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „Um Unga jafnaðarmenn“. Politik. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. október 2021. Sótt 10. nóvember 2021.
  2. Daðason, Kolbeinn Tumi. „Pétur orðinn formaður Hallveigar - Vísir“. visir.is. Sótt 10. nóvember 2021.
  3. „Kjörinn nýr for­maður Ungra jafnaðar­manna í Reykja­vík - Vísir“. visir.is. Sótt 11. nóvember 2020.