Halloween 4: The Return of Michael Myers

Halloween 4: The Return of Michael Myers (ísl. Hrekkjavaka 4: Michael Myers snýr aftur) er bandarísk hrollvekjumynd frá 1988 og var myndin samin af Alan B. McElroy, Danny Lipsius, Larry Rattner og Benjamin Ruffner. Leikstjóri myndarinnar var Dwight H. Little. Með aðalhlutverkin fara Donald Pleasence, Ellie Cornell, Danielle Harris (í sínu fyrsta kvikmyndahlutverki), Michael Pataki og Sasha Jenson.

Söguþráður breyta

Eftir að Sam Loomis sprengdi upp sjálfan sig og Michael Myers í endanum á Halloween II, kemur í ljós að þeir lifðu báðir af og Michael fór í dá. Tíu árum seinna, 1988, kemur starfsfólk frá Smith's Grove-hælinu til að flytja Myers úr Ridgemont-hælinu. Þegar Michael fréttir að Laurie Strode er dáin vaknar hann úr dáinu og byrjar elta 7-ára gamla dóttur hennar, Jamie Lloyd. Dr. Sam Loomis neyðist eina ferðina enn að stöðva Michael og bjarga Jamie.

Leikarar breyta

  • Donald Pleasence sem Dr. Sam Loomis
  • Ellie Cornell sem Rachel Carruthers, fóstursystir Jamiear
  • Danielle Harris sem Jamie Lloyd
  • Michael Pataki sem Dr. Hoffman
  • Sasha Jenson sem Brady
  • Beau Starr sem Ben Meeker fógeti
  • Kathleen Kinmont sem Kelly Meeker, dóttir fógetans
  • Gene Ross Earl
  • Carmen Filpi sem sr. Jackson P. Sayer
  • Jeff Olson sem Richard Carruthers
  • Karen Alston sem Darlene Carruthers
  • George P. Wilbur sem Michael Myers

Vinnsla breyta

Eftir að aðdáendurnir urðu vonsviknir út í Halloween III: Season of the Witch vegna þess að það var enginn Michael Myers var ákveðið að halda áfram með persónuna og lífga Dr. Loomis við líka. John Carpenter, Debra Hill og Dennis Etchison komu með sögu fyrir Halloween 3 en henni var hafnað. Carpenter og Hill seldu rétt sinn af Halloween-myndunum til yfirframleiðandans Moustapha Akkad. Jamie Lee Curtis var boðið að leika aftur Laurie Strode en hún hafnaði þannig að persónan var drepin.